St. Georgsgildið Kvistur

Aðalfundur Kvists 28. maí 2024  8. maí 2024

Tímasetning og staðsetning:         Aðalfundur Kvists verður þriðjudaginn 28. maí kl. 19.00 í Hyrnu við Þórunnarstræti

Skipulag og framkvæmd:               Stjórn Kvists

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir
3. Ákveðið árgjald næsta árs
4. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði 
5. Kosning varagildismeistara
6. Kosning annarra stjórnarmanna (tvö störf losna til tveggja ára)
7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga
8. Önnur mál

Stjórnin

Fundur hjá Kvisti 30. apríl 2024 27. mars 2024

Fundartími og staður:     Þriðjudagur 30. apríl 2024 kl. 19.00 að Hömrum

Umsjón:                            Úlfar, Tryggvi, Valgerður og Þorsteinn

Vinsamlega komið klædd eftir veðri.

Fundur hjá Kvisti 26. mars 2024  2. mars 2024

Fundartími og staður:     Þriðjudagur 26. mars 2024 kl. 19.00 í Hyrnu

Umsjón:                            Lára, Ólafur, Sigurgeir og Snjólaug

Fundur hjá Kvisti 27. febrúar 2024  2. febrúar 2024

Fundartími og staður:     Þriðjudagur 27. febrúar 2024 kl. 19.00 í Hyrnu við Þórunnarstræti

Umsjón:                            Laufey, Jenný, Jófríður og Jónas 

Fundur hjá Kvisti þriðjudaginn 30. janúar 2024 í Hyrnu við Þórunnarstræti  29. desember 2023

Fundartími og staður:       Þriðjudaginn 30. janúar 2024 kl. 19.00 Þorrablót

Umsjón:                              Hrefna, Gylfi, Halla og Hörður

Fundur hjá Kvisti 27. desember 2023  1. desember 2023

Fundartími og staður:     Miðvikudagur 27. desember kl.19.00 í Kjarnagötu 59 hjá Mögnu

Umsjón:                            Helga, Eyrún, Magna, Eygló og Friðjón

Fundur hjá Kvisti 28. nóvember 2023  8. nóvember 2023

Fundartími og staður:     Þriðjudaginn 28. nóvember verður aðventufundur okkar á Vitanum í Strandgötu

Umsjón:                            Guðrún Ásta, Björn, Guðný Sig. og Guðný St.

Fundur hjá Kvisti 31. október 2023 26. október 2023

Fundartími og staður:     Þriðjudaginn 31. október kl. 19.00 í Hyrnunni. Klukkan 18.30 er framhaldsaðalfundur frá því í vor þar sem gengið er fjármálum síðasta starfsárs.

Umsjón:                            Ásta, Agnes, Anna María, Bente og Björgúlfur

Aðalfundur Kvists miðvikudaginn 31. maí 2023 12. maí 2023

Tímasetning og staðsetning:         Aðalfundur Kvists (breytt tímasetning) miðvikudaginn 31. maí kl. 19.00 að Hömrum

Skipulag og framkvæmd:               Stjórn Kvists

Dagskrá:

1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir
3. Ákveðið árgjald næsta árs
4. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði 
5. Kosning varagildismeistara
6. Kosning annarra stjórnarmanna 
7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga (til eins árs)
8. Önnur mál

Er hér með boðað til aðalfundar í St Georgsgildinu Kvisti, sem haldinn verður að Hömrum, miðvikudaginn 31.5.´23 Kl 19:00

Fundur hjá Kvisti 25. apríl 2023 10. apríl 2023

Fundartími og staður:       Þriðjudagur 25. apríl 2023 kl: 19:00, óvissufundur

Umsjón:                             Guðrún Ásta, Tryggvi, Hrefna, Valgerður og Jenný

Fundur hjá Kvisti 28. mars 2023 10. apríl 2023

Fundartími og staður:       Þriðjudagur 28. mars 2023 kl: 19:00, í Flugsafninu

Umsjón:                              Agnes, Björn, Lára, Sigurgeir, Jónas og Anna María 

Fundur hjá Kvisti 28. febrúar 2023  5. febrúar 2023

Fundartími og staður:    Þriðjudagur 28. febrúar 2023 kl: 19:00, í Hyrnu við Þórunnarstræti

Umsjón:                            Helga Guðrún, Halla, Guðný Sig. og Gylfi 

Veitingar eru Kótelettur og þeir sem ætla að mæta vinsamlegast sendið póst á Helgu í síðasta lagi föstudaginn 24. febrúar.


Fundur hjá Kvisti 31. janúar 2023  6. janúar 2023

Fundartími og staður:        Þriðjudagur 31. janúar klukkan 19.00, í Hyrnu við Þórunnarstræti

Umsjón:                               Úlfar,  Magna, Bente Lie, Ólafur og Eygló 

Jólafundur Kvists 29. des 2022 16. desember 2022

Fundartími og staður:    Fimmtudaginn 29.12 2022  kl. 18 að Höfðahlíð 9 (neðsta hæð gengið inn að austan)
                                         Óskum við eftir því að vita hverjir ætla að mæta á fundinn. Það skiptir máli að hafa nokkurn veginn töluna á þeim sem koma til þess að áætla magn                                          veitinga. Vinsamlega látið vita í síðasta lagi miðvikudaginn 21. desember til Helgu.

Umsjón:                           Eyrún og Helga Guðrún 

Jólafundur Kvists 29. nóvember 2022 19. nóvember 2022

Fundartími og staður:    Þriðjudaginn 29.11. 2022 KL 19 er jólafundur Kvists í Golfskálanum Jaðri.

Umsjón:                           Snjólaug, Þorsteinn og Friðjón  

Félagar í Kvisti eru beðnir að tilkynna þátttöku í Jólafundinum í síðasta lagi föstudaginn 25.11. 2022 á netfangið: snjolaugosk hjá simnet.is og eru beðnir að greiða þátttökugjaldið fyrir 27.11.´22 inn á bankareikning Kvists.

Fundur hjá Kvisti 25. október 2022 23. október 2022

Fundarstaður og tími:       Þriðjudaginn 25.okt. kl.19.00 í skátaheimilinu Hyrnu við Þórunnarstræti

Umsjón:                              Laufey, Hörður, Jófríður og Ásta 

Aðalfundur Kvists er þriðjudaginn 31. maí kl. 19.00 í húsnæði Súlna Hjalteyrargötu 12 22. maí 2022

Umsjón fundar:    Stjórnin

Dagskrá:    Venjuleg aðalfundarstörf
1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir
3. Ákveðið árgjald næsta árs
4. Lagabreytingar sé þeirra getið í fundarboði (lagabreytingar þurfa að berast til stjórnar fyrir 24/5 og verða sendar strax út)
5. Kosning vara gildismeistara
6. Kosning annarra stjórnarmanna 
7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga
8. Önnur mál

Fundur hjá Kvisti 26. apríl 2022 - óvissufundur  2. apríl 2022

Fundarstaður og tími:        Hyrnan við Þórunnarstræti, 26. apríl. kl. 19.00 

Umsjón:                               Lára, Sigurgeir, Halla S og Margrét  

Fundur hjá Kvisti 29. mars 2022 12. mars 2022

Fundarstaður og tími:       Hyrna við Þórunnarstræti, 29. mars. kl. 19.00 

Umsjón:                             Snjólaug, Þorsteinn, Heiða og Agnes

                                            Vinsamlega skráð ykkur hjá Snjólaugu ef þið mætið á fundinn.

Fundur hjá Kvisti 22. feb. 2021- fundi frestað vegna covid 10. febrúar 2022

Fundarstaður og tími:        22.feb. kl. 19.00- BP/LBP/Klakkur 35 ára - frá stjórninni

Kæru félagar þar sem upp hafa komið Covid- mál í kringum nefndina sem annast á fund okkar sem áætlaður var 22. febrúar hefur stjórnin í samvinnu við nefndina ákveðið að fella þennan fund af dagskránni.  Vonum að okkur takist að halda fund í mars.

Umsjón:                               Laufey, Hörður, Jófríður og Ásta

Aukafundur hjá Kvisti þriðjudaginn 8. febrúar 2022, kl. 19.00 í Hyrnu  6. febrúar 2022

Kæru Kvistir. Í hvikulum heimi sóttvarna er ekki auðvelt að ákveða viðburði okkar. Stjórnin hefur þó ákveðið að boða til fundar utan dagskrár næsta þriðjudag 8. febrúar kl. 19 í Hyrnu.

Þetta gerir stjórnin vegna þess að langt er um liðið síðan við höfum fundað. Einnig að enn er ekki ljóst hvernig verður með fundinn þriðjudaginn 22. febrúar. Verður hægt að halda venjubundna samkomu á vegum Klakks þann 22 vegna gildandi fjöldatakmarkana? Áætlað var að við aðstoðuðum félagið við þann viðburð. Ef ekki reinum við því að Kvistur verði með venjulegan fund sem rúmast innan þeirra takmarkanna sem nú eru.

Varðandi fundinn á þriðjudag mun stjórnin sjá um undirbúning og framkvæmd. Veitingar verða í hófi en aðal efni fundarins er að kynna og fara yfir undirbúning og væntanlega þátttöku félaga í Kvisti í mótinu á Selfossi í vor. (Vinsamlega skoðið á heimasíðu mótsins. https://sites.google.com/view/nordic-baltic2022/nordic-baltic-2022.

Umsóknarfrestur rennur út þann 15 febrúar þannig að ekki er hægt að bíða eftir næsta reglulega fundi með þetta mál. Agnes sem er fulltrúi Kvists í undirbúningnum mun ásamt stjórninni fara yfir þessi mál öll á þriðjudag. Auk þessa munum við auðvitað hafa hitt og þetta smávegis á dagskránni.

Fundur hjá Kvisti 25. janúar 2022 Þorrablót 26. desember 2021

Fundarstaður og tími:  Auglýstur síðar, þriðjudaginn 25.jan. kl. 19.00 - þorrablót Hætt við vegna covid

Umsjón:                        Bente, Ólafur, Helga G og Katrín

Nýársfundur Kvists 28. des. 2021  16. desember 2021

Fundarstaður og tímasetning:    Nýársfundur Kvists þriðjudaginn 28. desember kl. 19.00 Hætt er við fund vegna covid.

Umsjón:                                         Björn, Páll og fleiri

Jólafundur Kvists 30. nóvember 2021 (hætt við vegna covid19)  8. nóvember 2021

Fundarstaður og tímasetning;    Jólafundur Kvists þriðjudaginn 30. nóvember kl. 19.00 Hætt við fundinn vegna covid19.

Umsjón:                                         Eyrún, Jónas, Valgerður og Anna María

Fundur hjá Kvisti 26. okt. 2021 20. október 2021

Fundarstaður og tími:    Kjarnalundi, þriðjudaginn 26. október kl. 19.00

Umsjón:                           Guðrún Ásta, Magna og Úlfar
Gestur:                            
 Arnór Bliki 

Aðalfundur Kvists 25. mai 2021  8. maí 2021

Fundarstaður og tímasetning: Aðalfundur Kvists, í Valhöll, 25. maí 2021 kl. 19.00
Umsjón fundar:    Stjórnin

Dagskrá:    Venjuleg aðalfundarstörf
1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir
3. Ákveðið árgjald næsta árs
4. Lagabreytingar sé þeirra getið í fundarboði
5. Kosning vara gildismeistara
6. Kosning annarra stjórnarmanna 
7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga
8. Önnur mál

Boðið verður upp á smurbrauðstertu og rjómatertu.

Vinsamlegast látið Laufeyju vita í síðasta lagi að kvöldi fimmtudagsins 20. maí hvort þið ætlið að mæta.

Fundur hjá Kvisti 27. apríl 2021 21. apríl 2021

Fundarstaður og tímasetning: Hamrar þriðjudaginn 27, apríl kl. 19:00  

Fólk er beðið að koma vel klætt fyrir útiveru, jafnvel með teppi og endilega með könnu til að drekka úr! 
Fundurinn verður í styttra lagi, við kveikjum eld og syngjum, fáum okkur kakó og höfum gaman.

Framkvæmd:      Steini, Heiða, Margrét, Eyrún.
Veitingar:            Jónas, Anna María, Bjössi, Snjólaug.Fundur Kvists 23. mars 2021  1. mars 2021

Fundarstaður og tímasetning:     Golfskálinn þriðjudaginn 23 mars 2021 kl. 19.00 (ath. fundurinn færður fra um viku frá upphaflegri áætlun)
Boðið verður upp á kótilettur og tilheyrandi meðlæti. Verð kr. 1500 á mann og greiðist á staðnum (seðlar).
Þátttöku skal tilkynna til Vallýar uglan@simnet.is í síðasta lagi á laugardag 20. mars.

Framkvæmd:      Helga Guðrún, Gylfi, Halla Á, Guðrún Ásta.
Veitingar:   
         Valgerður, Guðný Sigurhans, Guðný Stef, Páll, Björgúlfur.

Fundur í Kvisti 23. febrúar 2021 19. janúar 2021

Fundarstaður og tímasetning:  Hyrna við Þorunnarstræti þriðjudaginn 23. febrúar 2021 kl. 19.00

Við ætlum að hafa fund með léttum veitingum 23. febrúar kl 19.00 í Hyrnu. Þetta verður þannig að fólk skráir sig á fundinn. Við í stjórninni og nefndunum verðum 10 svo að það komast aðrir 10 í viðbót, og þegar talan er komin upp í 20 þá er uppselt á fundinn. Við reynum að hafa sóttvarnir í lagi og höfum gaman.

Framkvæmd:      Hörður, Bente, Halla G, Jófríður.
Veitingar:
            Agnes, Ásta, Óli, Sigurgeir.

Fundur Kvists 26. janúar 2021 25. desember 2020

Fundarstaður og tímasetning:   ???     þriðjudaginn  26. janúar 2021kl. 19.00 
Stjórnin hefur fundað og saknar þess sárt að geta ekki haft fundi með ykkur, en við ákváðum að bíða einn mánuð í viðbót

Framkvæmd:      Snjólaug, Anna María, Bjössi, Jónas.
Veitingar:            Eyrún, Heiða, Margrét, Steini.

Fundur Kvists 29. desember 2020 25. desember 2020

Fundarstaður og tímasetning:    þriðjudaginn 29. desember kl. 19.00     Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verðum við að aflýsa fundinum.
Framkvæmd/veitingar:   
             Fundur í umsjá stjórnar.

Fundur hjá Kvisti 24. nóvember 2020  8. nóvember 2020

Fundarstaður og tímasetning:    þriðjudaginn 24. nóvember kl. 19.00 
Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verðum við að aflýsa nóvemberfundinum.  Vonandi getum við haft desemberfundinn....

Framkvæmd:      Björgúlfur, Páll, Guðný Stef, Guðný Sigurhans, Valgerður.
Veitingar:
            Guðrún Ásta, Halla Á, Gylfi, Helga Guðrún.

Fundur Kvists 27. okt. 2020 19. október 2020

Fundarstaður og tími: Þriðjudaginn 27/10 kl. 19:00 Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verðum við að aflýsa októberfundinum.
Sjáum til hvernig næsti mánuður verður.

Framkvæmd:      Sigurgeir, Óli, Ásta, Agnes.
Veitingar:            Jófríður, Bente, Halla G, Hörður.

Fundur hjá Kvisti 29. september 2020 19. október 2020

Fundarstaður og tímasetning: Hamrar þriðjudaginn 29. sept kl. 19:00

Umsjón fundar:     stjórn Kvists

Fálkafell þriðjudaginn 23. júní 2020  9. júní 2020

Meiningin er að Kvistir fari upp í Fálkafell þriðjudaginn 23. júní. Þeir sem vilja ganga, ganga; þeir sem vilja fá bílfar fá bílfar.

Söfnumst saman við hitaveitutankana kl. 18:00. Þaðan verður gengið eða ekið.

Þeir sem vilja aka eigin bíl og taka farþega eru beðnir að láta Laufeyju vita og sömuleiðis þeir sem vilja fá far í bíl (netfang Laufeyjar: hordurgb@simnet.is). Fínt að hún fái þessar uppýsingar í síðasta lagi sunnudaginn 21. júní.

Í Fálkafelli syngjum við og borðum nesti, sem hver tekur með fyrir sig. Njótum félagsskaparins, útsýnis, góðs veðurs (!) og þeirrar staðreyndar að þrír dagar verða liðnir frá sumarsólstöðum.

Við vonum að sem flestir sjái sér fært að koma!
Stjórn Kvists

Aðalfundur Kvists 26/5 2020 26. maí 2020

Aðalfundur Kvists þriðjudaginn 26. maí 2020 verður að Hömrum kl. 19.00

Umsjón fundar:    Stjórnin
Dagskrá: 
   Venjuleg aðalfundarstörf
1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir
3. Ákveðið árgjald næsta árs
4. Lagabreytingar sé þeirra getið í fundarboði
5. Kosning vara gildismeistara
6. Kosning annarra stjórnarmanna 
7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga
8. Önnur mál

Fundur hjá Kvisti 28. apríl 2020  2. apríl 2020

Fundurinn fellur niður vegna samkomubanns stjórnvalda

Fundarstaður og tími:  Hyrna við Þórunnarstræti, þriðjudaginn 28. apríl kl. 19.00

Framkvæmd:         Hörður, Agnes, Valgerður og Bente
Veitingar:
               Halla Árna., Ólafur, Ásta og Margrét

Fundur hjá Kvisti 31. mars 2020 26. febrúar 2020

Fundurinn fellur niður vegna samkomubanns stjórnvalda

Fundarstaður og tími:  Hyrna við Þórunnarstræti, þriðjudaginn 31. mars kl. 19.00

  Framkvæmd:         Guðrún Ásta, Björn, Helga, Magna og Jónas
  Veitingar:               Heiða, Eyrún, Tryggvi, Úlfar og Hörður 

Fundur hjá Kvisti 25. febrúar 2020  4. febrúar 2020

Fundarstaður og tími.        Næsti fundur verður í golfskálanum á sprengidag 25.02. kl.19.00

        Er þetta sameiginlegur "kótelettu" fundur með eldri félögum í Klakki og St. Georggildinu á Akureyri.

Framkvæmd:         Ásta, Hrefna og Halla Árna
Veitingar:
               Guðný St, Anna María, Sigurgeir og Friðjón 
Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 15.02 til gildismeistara.

Fundur hjá Kvisti 28. janúar 2020  1. janúar 2020

Fundarstaður og tími:     Hyrnan þriðjudaginn 28. janúar kl. 19.00

Framkvæmd:         Ólafur, Snjólaug, Gylfi og Margrét
Veitingar:               Guðný Sig, Jófríður, Þorsteinn, Bente og Agnes 

Fundur hjá Kvisti í 27. desember 2019  2. desember 2019

Fundarstaður og tími:    Hyrnan við Þórunnarstræti, kl.19.00 þriðjudaginn 27. desember
Umsjón
:                           Stjórnin 

Fundur hjá Kvisti 26. nóvember 2019  5. nóvember 2019

Fundarstaður og tími:    Veitingahúsið Vitinn við Strandgötu kl. 19.00

Framkvæmd:         Guðný Sig, Jófríður, Þorsteinn, Friðjón og Anna María
Veitingar:  
             Hrefna, Gylfi, Snjólaug og Valgerður 

Fundur hjá Kvisti 29. október 2019 23. október 2019

Fundarstaður og tími:    Hlaðan á Hömrum og byrjar fundurinn kl. 19.00 og er  lopapeysu þema

Framkvæmd:                Eyrún, Heiða Tryggvi og Úlfar
Veitingar:                      Guðrún Ásta, Björn, Helga, Jónas og Magna

Aðalfundur Kvists maí 2019 16. maí 2019

Fundarstaður og tími: Valhöll þriðjudaginn 28. maí kl. 19:00
Umsjá fundar hefur núverandi stjórn gildisins

Fundarstjóri: Helga G, Erlingsdóttir
Ritari: Lára Ólafsdóttir

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir
3. Ákveðið árgjald næsta árs
4. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði
5. Kosning varagildismeistara
6. Kosning annarra stjórnarmanna (í ár er kosið um einn)
7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga (kosnir til tveggja ára)
8. Önnur mál

Fundur hjá Kvisti þriðjudaginn 30. apríl 2019 27. mars 2019

Fundarstaður og tími:   Hamrar, þriðjudaginn 30. apríl kl. 19.00

Framkvæmd:      Helga, Björn, Jónas, Laufey, Anna María
Veitingar:            Tryggvi, Ása, Eyrún, Heiða, Hörður

Fundur Kvists 26. mars 2019 26. febrúar 2019

Tími og staðsetning:Þriðjudaginn 26. mars kl. 19:00 í Hyrnu við Þórunnarstræti                       

Framkvæmd:      Ólafur, Ásta, Halla Á., Lára, Páll, Guðný Si
Veitingar: 
           Sigurgeir, Agnes, Bente, Friðjón, Guðný St., Margét, Gylfi

Febrúarfundur er þann 26.  9. febrúar 2019

Staðsetning er Hyrnan við Þórunnarstræti og byrjar fundurinn kl. 19.00                      

Framkvæmd:      Snjólaug, Gylfi, Hrefna, Ingi
Veitingar:
            Þorsteinn, Anna María, Guðný Si., Jófríður

Þorrablót föstudaginn 8. febrúar  3. janúar 2019

Sameiginlegt þorrablót St. gildisins á Akureyri, Klakks og Kvists verður föstudaginn 8. febrúar og hefst kl. 19.00. Staðsetningin verður eins og í fyrra í Golfskálanum og opnar húsið kl. 18.30.

Fundur fimmtudaginn 27. desember 28. nóvember 2018

Desember fundurinn er fimmtudaginn 27. kl. 19.00 í Sæbergi 

Framkvæmd:      Jófríður, Magna, Þorsteinn, Valgerður
Veitingar:
             Hrefna, Ingi, Snjólaug

Jólafundur þriðjudaginn 27. nóvember 21. nóvember 2018

Jólamatur Kvists þriðjudaginn 27. nóvember kl. 19.00 á Öngulsstöðum     

Framkvæmd:      Eyrún, Ása, Heiða, Hörður, Tryggvi 
Veitingar:            Björn, Helga, Jónas, Laufey, Magna

Fundurinn tókst í alla staði vel og framkvæmdaaðlilum til sóma. Alls voru 31 Kvistir og 4 gestir mættir.

Fyrsti fundur vetrarins 30. október 24. október 2018

Fundartími og staðsetnig: Þriðjudaginn 30. október kl. 19.00 - í Hyrnu við Þórunnarstræti

Framkvæmd:      Agnes, Bente, Friðjón, Guðný St.,Margrét, Sigurgeir
Veitingar: 
           Ásta, Halla Á., Lára, Ólafur, Páll, Valgerður

Aðalfundur Kvists 29. maí 2018 30. apríl 2018

Fundarstaður og tímasetning: Valhöll, kl. 19.00 þriðjudaginn 29. maí

Skv. 7. grein laga Kvists skal dagskrá aðalfundar vera:
    1. Skýrsla stjórnar.
    2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir.
    3. Ákveðið árgjald næsta árs.
   4.  Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði.           
   5.  Kosning varagildismeistara.
    6. Kosning  annarra stjórnarmanna.
    7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
    8. Önnur mál.

Umsjón og skipulagning er í höndum stjórnar: Agnes R., Guðrún G., Gylfi Á., Úlfar B.,Valgerður J.

Eftirtaldir stjórnarmeðlimir gengu úr stjórn nú: Agnes, Gylfi og Valgerður. Í þeirra stað voru kosin: Katrín B., Björgúlfur og Halla G. Skoðunarmenn reikninga verða áfram Heiða og Ólafur. Guðrún og Úlfar eru áfram í stjórn. Sjá nánari verkaskiptingu í yfirlitinu um stjórnir Kvists.

Fundur Kvists 24. apríl 28. mars 2018

Fundarstaður og tími: Fundurinn byrjar í Rósenborg með skoðunarferð og síðan verður farið upp í Hyrnuna við Þórunnarstræti, þriðjudaginn 24. apríl. Byrjum kl. 18.30

Umsjón og framkvæmd hafa: Hrefna, Sigurgeir, Heiða og Bente

Fundur hjá Kvisti 27. mars  2. mars 2018


Fundartími og staðsetnig: Þriðjudaginn 27. mars kl. 19.00 - í Hyrnu við Þórunnarstræti

Umsjón og undirbúningur fundar:  Hörður B., Jófríður T., Magna G.,  Þorsteinn P., Páll P.

Fundur hjá Kvisti 27. febrúar  3. febrúar 2018

Fundartími og staðsetnig: Þriðjudaginn 27. febrúar kl. 19.00 - í Hyrnu við Þórunnarstræti

Umsjón og undirbúningur fundar:  Helga E., Hallgrímur I., Guðný Si., Jónas F. og Halla Á.

Fundur í (janúar) þorrablót haldið 2/2  3. janúar 2018

Fundur Kvists í janúar breyttist í þorrablót með Klakki og St. Georgsgildinu á Akureyri og var föstudaginn 2. febrúar í golfskálanum

Undirbúningur og framkvæmd: Eyrún, Kristín A.,  Björgúlfur og Tryggvi. Tryggvi var fulltrúi okkar í þorrablótsnefnd félaganna þriggja.  

Vel tókst til og vonandi verður framhald.

Fundur hjá Kvisti 27.desember 2017  3. desember 2017

Fundarstaður og tími: Hyrnan við Þórunnarstræti miðvikudaginn 27. desember kl. 19.00 

Skipulagning og framkvæmd:  Guðný St.,  Anna M., Snjólaug A., Katrín B.

Jólafundur Kvists 28. nóvember 23. nóvember 2017

Fundarstaður og tími: Golfskálinn Jaðri, þriðjudaginn 28. nóvember kl. 19:30

Þema:  Rauður litur
Skráning fyrir föstudaginn 24.

Umsjón og skipulag:  Laufey B., Ólafur Á., Áslaug S.,Friðjón H., Lára Ó.

Fundur Kvists 31. okóber 30. október 2017

Fundarstaður er Hyrnan við Þórunnarstræti og hefst fundurinn kl. 19.00

Þeir sem sjá um fundinn eru: Ásta S., Katrín G., Ingi P., Björn S., Halla G.

Gönguhópur kynnir 28. september 2017

Nú eru gönguferðir á þriðjudagskvöldum komnar í vetrarfrí. Við taka gönguferðir á sunnudagsmorgnum kl. 11.00 og mætt er á leikhúsplaninu. Næst verður gengið sunnudaginn 8. október.

Haustferð Kvists 2017 24. júlí 2017

Haustferð Kvists var laugardaginn 16. september. Farið var í austurátt. Fyrst var áð í Mývatnssveit síðan var haldið lengra austur með kaffihlé við afleggjarann niður í Vopnafjörð. Í Fellabæ tókum við Einar Haraldsson uppí rútuna og leiðsagði hann okkur um svæðið. Snæddum við hádegismat í Klausturkaffi, skoðuðum óbyggðasetrið, síðan Hallormsstaðaskóg áður en við kvöddum Einar. Kvöldkaffi fengum við í Fjallakaffi. Var þetta hin ágætasta ferð sem fimmtán Kvistir og einn gestur fóru í.Fjallakaffi í rökkri

Aðalfundur Kvists þriðjudaginn 30. maí 13. maí 2017

Fráfarandi stjórn Kvists

Staðsetning og fundartími:    Valhöll og hefst kl. 19:00
Umsjón fundarins er í höndum stjórnar

Dagskrá aðalfundar skal vera:
    Skýrsla stjórnar.
    Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir.
    Ákveðið árgjald næsta árs.
    Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði.           
    Kosning varagildismeistara.
    Kosning  annarra stjórnarmanna. (kjósa skal einn í ár)
    Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
    Önnur mál.

Úr stjórn gengu eftir tveggja ára setu. Snjólaug gildismeistari, Lára ritari og Baldur skoðunarmaður reikninga. Er þeim þökkuð frábær störf fyrir Kvist!
Sjá má hverjir koma í stað þeirra á listanum yfir stjórnir. 

Fundur hjá Kvisti 25. apríl   3. apríl 2017

Fundartími og staður:            Kjarnaskógi við strandblakvöll kl. 19.00

Framkvæmdanefnd:      Katrín, Magna, Margrét, Heiða
Veitinganefnd:                Eyrún, Friðjón, Guðný St., Ingi Kr. 

  • Fundurinn verður úti og biðjum við fólk um að vera  klætt með tilliti til veðurs og útiveru. 
    Gott er að hafa teppi meðferðis.
    Eins biðjum við þátttakendur að hafa með sér drykkjarílát (glas eða bolla).
    Það verða ekki langar gönguferðir og aðal viðveran verður í syðra grillhúsinu þar sem við munum næra okkur.


Fundur hjá Kvisti 28. mars  11. mars 2017

Fundartími og staður: þriðjudaginn 28. mars kl. 19:00, Hyrnan við Þórunnarstræti

Framkvæmdanefnd:   Hrefna, Halla Á., Björn, Guðný St.
Veitinganefnd:            Úlfar, Sigurgeir, Ása, Laufey, Tryggvi

Fundur hjá Kvisti þriðjudaginn 28. febrúar ´17 11. febrúar 2017

Fundarstaður:    Hyrnan við Þórunnarstræti og byrjar fundurinn kl. 19.00 

Framkvæmdanefnd:  Helga Erl., Laufey, Ása, Friðjón, Tryggvi
Veitinganefnd:  Björgúlfur, Björn, Hrefna, Guðný Sig.

Fundur hjá Kvisti 31. janúar 2017 28. desember 2016

Fundarstaður:            Hyrnan við Þórunnarstræti

Framkvæmdanefnd:      Jófríður, Björgúlfur, Hörður, Halla Gunnl.
Veitinganefnd:               Halla Ár., Ásta, Katrín, Þorsteinn

Fundur 27. desember  10. desember 2016

Fundarstaður:           Kaffi Sól í Hlíð og byrjar kl. 19.00
Framkvæmdanefnd:            Bente, Guðný Sig., Ásta, Ólafur
Veitinganefnd:                     Heiða, Guðrún Ásta, Magna, Jónas  

Næsti fundur verður þriðjudaginn 27. desember í Kaffi Sól í Hlíð klukkan 19:00. Félögum í St. gildinu á Akureyri er boðið á fundinn. Framkvæmdanefnd biður gildisfélaga að láta Heiðu vita um komu sína fyrir  laugardaginn17. desember.

Á fundinn mættu þrjátíu og sex manns úr báðum gildum. Áttu menn þarna góða stund saman.

Saumaklúbbur Kvistskvenna 13. nóvember 2016

Miðvikudaginn 23. nóvember verða Katrín og Magna með saumaklúbb fyrir Kvistkonur. Klúbburinn verður í Sæbergi og hefst með léttum kvöldverð kl. 19:00. Eftir það verður hafist handa við prjón, hekl og saumaskap. Vonumst til að sem flestar Kvistkonur.

Jólafundur Kvists 29. nóvember 2016 kl. 19.00  6. nóvember 2016

Fundarstaður:  Félagsheimili Náttúrulækningafélags Akureyrar í Kjarnaskógi
Framkvæmdanefnd:  Jónas, Anna María, Guðrún Ásta og Sigurgeir
Veitinganefnd:  Hörður, Margrét, Helga Erl.og Magna

Framkvæmdanefndin vonar að allir geti skartað einhverju rauðu.
Greiðsla gildir sem skráning á fundinn. Verð fyrir Kvisti er kr. 2500 á mann og makar greiða kr. 5000. Greiðslu/skráningarfrestur er til hádegis, föstudaginn 25. nóvember

Vináttuboðskapurinn 2016 27. október 2016

Norsku skátabandalögin létu útbúa „orðaský“ sem sýnir helstu gildin sem norsku skátunum þykja mikilvægust í skátastarfinu. Orðin sem eru mest áberandi í skýinu eru VINÁTTA, FÉLAGSSKAPUR, SAMVINNA OG VIRÐING ennorskum skátum þykja þessi orð lýsa mikilvægustu þáttunum fyrir utan náttúruna og útiveruna.

Það eru einmitt þessi orð, VINÁTTA, FÉLAGSKAPUR, SAMVINNA OG VIRÐING sem lýsa best því sem við teljum mikilvægast í starfi skátagildanna okkar og það eru þeir þættir sem gildin byggja starfsemi sína á. Þegar við hittumst árlega til að halda upp á Vináttudaginn, þá er það einmitt til að minna okkur á hversu mikilvæg þessi gildi eru fyrir okkur öll.

Það er ekki skrýtið að það sem er mikilvægt fyrir skátana sé einnig mikilvægt fyrir okkur hina eldri. Flest okkar eiga sér fortíð innan skátahreyfingarinnar þar sem við upplifðum gildi félagskaparins og ánægjuna sem felst í að vinna saman.  Þegar við vorum skátar fengum við ýmis verkefni og ábyrgð sem stuðlaði að þroska okkar, bæði sem einstaklingar og sem samtaka félagar í hópi. Það sem meira er þá varð félagskapurinn til þess að við fengum einnig tækifæri til að hafa góð áhrif á þroska skátafélaga okkar. 

Það voru einmitt svona stundir og reynsla sem varð til þess að við vildum gerast félagar í skátagildi. Það má þó alls ekki gleymast að félagskapurinn okkar býður líka velkomið fólk sem hefur ekki verið skátar og það er gott fyrir gildin okkar að fá nýtt sjónarhorn og hugmyndir.

Mikilvægt er að muna að sambandið á milli skátanna og skátagildanna er gagnkvæmt samstarf, samstarf sem er til góðs fyrir báða aðila eins og kemur svo vel fram í kjörorðum norska skátagildisins: „Saman styrkjum við skátastarfið“. Margir gildisskátar hjálpa til á skátamótum og annarsstaðar þar sem skátar koma saman, bæði í skátafélögum og á landsvísu. Sum skátagildi halda viðburði sem þau bjóða skátahópum að taka þátt í til að kynnast skátunum og viðhalda góðu sambandi við þá. Á undanförnum árum hafa skátagildin í Noregi verið með sérstakt átak til að auka samvinnuna við norska skáta, bæði hreyfinguna sem slíka og skátafélögin. Árangurinn af átakinu er enn betri samvinna við skátana, en það eru jú einmitt þeir sem eru gildisskátar framtíðarinnar.

Þessi samvinna er mikilvægur þáttur í því að fá nýja og yngri gildisskáta en það er nauðsynlegt til að tryggja að skátagildin haldi áfram að starfa í framtíðinni. Til að ná árangri er mikilvægt að taka hlýlega á móti nýjum félögum og gefa þeim verkefni með okkur. Nýir félagar koma með nýja hugsun og nýjar hugmyndir sem við skulum taka fagnandi og reyna að láta þeim finnast þeir vera velkomnir. Ef okkur tekst þetta þá getum við látið okkur hlakka til að fagna Vináttudögum í framtíðinni með nýjum vinum og stofnað til enn fleiri varanlegra vináttubanda.

Við skulum líka muna að Vináttudagurinn er haldinn hátíðlegur um allan heim sem stofndagur ISGF eða alþjóðlegu samtök skátagilda, en það sýnir einmitt þessa mikilvægu, alþjóðlegu hlið skátagildanna. Samvinna og vinátta sem nær yfir alþjóðleg landamæri færir okkur nýja vini og dýrmætar nýjar hugmyndir frá löndum sem eru ólík okkar eigin. Þegar við hittum nýja vini frá öðrum löndum áttum við okkur fljótlega á því að við höfum sömu grunn gildi í lífinu og það gefur okkur sameiginlega notalega tilfinningu vináttu og góðs félagsskapar.

Við viljum því nota þetta tækifæri til að senda okkar bestu framtíðaróskir til félaga í okkar eigin gildi, í öðrum skátagildum, til baltnesku gildisfélaganna okkar og gildisvina út um allan heim.

Fyrir hönd St. Georgsgildanna í Noregi,

Inger Merli                                           Knut Jorde                                           og Ivan Chetwynd

Fundur þriðjudaginn 25. október 22. október 2016

Fundarstaður:                Hyrnan við Þórunnarstræti og byrjar fundurinn kl. 19.00
Framkvæmdanefnd:      Guðný St., Þorsteinn, Ingi Kr. og Úlfar
Veitinganefnd:                Anna María, Ólafur, Bente og Halla Gunnl.

Afmælisferð á Snæfellsnes um miðjan september  3. september 2016


 Ferðatilhögun verður í stórum dráttum þessi:

Föstudagur 16. september
Lagt af stað kl. 15:00, ekin hefðbundin leið í Borgarfjörð og kvöldverður snæddur í Ensku húsunum við Langá á Mýrum. Komið í náttstað í Gistiheimilinu Kasti gegnt Lýsuhóli um kl. 22:00.
Laugardagur 17. september
Eftir morgunmat verður ekið suður um nesið og í þjóðgarðinn, fyrir nesið og til baka yfir Fróðárheiði og í náttstað. Stoppað verður á mörgum athyglisverðum stöðum. Komið til baka síðdegis og upplagt að fara í sund í ölkeldulauginni á Lýsuhóli, sem er rétt hjá Kasti. Kl. 20:00 hefst afmæliskvöldverður Kvists, þríréttuð máltíð og kaffi.
Sunnudagur 18. september
Eftir morgunverð leggjum við af stað heimleiðis og ökum norðanvert eftir nesinu til Stykkishólms þar sem verður frjáls tími kl. 12:00-13:00. Síðan ökum við Skógarströndina og Laxárdalsheiði, fáum okkur eftirmiðdagskaffi á Blönduósi og komum heim til Akureyrar fyrir kvöldmat.


Aðalfundur Kvists þriðjudaginn 31. maí kl. 19.00 13. maí 2016

Fundarstaður: Valhöll
Framkvæmdanefnd: Katrín, Heiða, Björn og Laufey
Veitinganend: Lára, Katrín, Jófríður og Snjólaug

Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir
3. Ákveðið árgjald næsta árs
4. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði
5. Kosning varagildismeistara
6. Kosning annarra stjórnarmanna 
7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga (til eins árs)
8. Önnur mál

Margt um að vera í apríl 12. apríl 2016

Nk. miðvikudag 13. apríl  kl. 20:00 verður söngkvöld í Hlöðunni á Hömrum fyrir alla skáta, unga sem aldna. Við Kvistir höfum lofað að koma með nokkra brúsa af kakói og hvetjum því alla sem geta að taka með sér kakólögg.

Sunnudaginn 17. apríl kl. 16:00 verðum við með "varðeld" á dvalarheimilinu Lögmannshlíð. Þetta er eins og flestir vita liður í því að greiða fyrir notkun húsnæðisins þar sem við fundum. Varðeldurinn verður með sama sniði og í Hlíð fyrr í vetur. Snjólaug, Guðný, Steini og Hrefna verða með uppákomur og þá munum við syngja mikið. Við viljum hvetja þá Kvisti sem geta að mæta og blanda geði og syngja með gestum heimilisins. Reiknað er með að þetta taka allt að einni klukkustund.

Þá er það skátamessa fimmtudaginn 21. apríl (sumardaginn fyrsta) og verður hún í Akureyrarkirkju kl. 11:00. Skrúðganga fer frá nýja skátaheimilinu við Þórunnarstræti  klukkan rúmlega hálf ellefu. Ræðumaður verður góður skáti, Edward Huijbens. Þar mun skátakórinn okkar syngja og verður væntanlega æfing kvöldið áður.

Svo er auðvitað fundur hjá okkur þriðjudaginn 26. apríl. Þetta verður óvissufundur þar sem Hrefna er í framkvæmdaforsvari og Steini Pé stjórnar veitingnanefndinni.

Óvissufundur Kvists 26. apríl  4. apríl 2016

Óvissufundur eða -ferð Kvists þriðjudaginn 26. apríl 2016.

Þá er komið að hinum árvissa óvissufundi okkar. Biðjum ykkur að mæta stundvíslega við Lundarskóla kl. 19.00 n.k. Best að safnast saman við suðurdyr. Munum ekki leita langt yfir skammt að þessu sinni, en biðjum ykkur að mæta hrein og strokin með bros á vör og sól í hjarta. Göngur verða hvorki langar né strangar og við allra hæfi. Að lokinni dagskrá munum við safnast saman í Hyrnunni við Þórunnarstræti  og þar mun bíða okkar eitthvert ljúfmeti.

Framkvæmdanefnd:Hrefna, Halla Á., Magna og Eyrún
Veitinganefnd: Þorsteinn, Ingi, Jónas og Björgúlfur

Næsti fundur 29. mars 2016 28. febrúar 2016

Framkvæmdanefnd: Halla G., Guðný Si., Guðrún Ásta og Bente
Veitinganefnd: Valgerður, Anna María, Ása og Hörður

Næsti fundur 23. febrúar "kótelettufundur" 30. janúar 2016

Fundur hefst kl. 19.00 í Hlíð

Það verður kótelettufundur og við þurfum að fá að vita hverjir ætla að mæta þannig að nóg verði nú til af góðgætinu! 
Það má bjóða utan-Kvists-mökum með og lopapeysur verða vel séðar; þjóðlegt og skemmtilegt!
Matarsóun verður á dagskránni, þannig að allir verða að klára af diskunum!

Framkvæmdanefnd: Sigurgeir, Guðný St., Helga og Gylfi.
Veitinganefnd: Heiða, Björn, Laufey og Eyrún.

Fundur 26. janúar  14. janúar 2016

Næsti fundur Kvists er þriðjudaginn 26. janúar kl. 19.00 í Hlíð.
Þema fundarins er orka þ.e. orkunotkun, ljósaperur o.fl. - fyrirlesari Sigurður Friðleifsson frá Orkusetrinu á Akureyri

Framkvæmdanefnd: Agnes, Ásta, Margrét, Úlfar og Valgerður
Kaffinefnd: Ásta, Guðný Si., Halla G. og Úlfar

Fundur 29. des kl. 19:00 í Hlíð 22. desember 2015

Image title

Framkvæmd fundarins var í höndum Björgúlfs, Jónasar, Inga og Steina. Um veitingar sáu Kata, Magna, Helga, Óli og Sigurgeir. Á fundinn fengum við til okkar gesti úr St. Georgsgildi Akureyrar. Var þetta ánægjulegur fundur sem rúmlega 30 félagar sóttu. Við kaffiborðið stendur veitinganefndin en hún og framkvæmdanefnd stóðu sig vel.

Jólafundur Kvists 18. nóvember 2015

Jólafundurinn verður þriðjudaginn 24. nóvember 2015 kl. 19:00 í Vitanum við Strandgötu (vestan við Eimskipafélagsbryggjuna).
Góður matur verður í boði og við reynum að flikka upp á okkur með rauðum lit. Maturinn kostar 2500 kr. fyrir Kvisti og 3500 kr. fyrir maka. Skráning hjá Láru í síðasta lagi laugardaginn 21. nóv.

Fundur þriðjudaginn 27. október kl. 19.00 í Hlíð 20. október 2015

Framkvæmd fundarins verður í höndum Önnu Maríu, Ásu, Harðar og Friðjóns. Vonandi eru þau nú þegar á kafi í þema starfsársins: JÖRÐINNI OKKAR.

Veitingarnar verða í höndum Guðrúnar Ástu, Agnesar, Bente og Gylfa.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!

Frá gönguhóp 27. september 2015

Image title

Hófum sunnudagsgöngur Kvists þann 4. október kl. 11:00 - mæting á bílaplani neðan við Leikhúsið. Í þetta sinn var gengið í Vaðlaheiði norður frá nýju Valhöll og mættu ellefu manns. Mynd Helga Guðrún.

Fundur 29. september 22. september 2015

Fyrsti fundur starfsársins verður á þriðjudaginn 29. september 2015, kl. 19:00 í salnum í Hlíð. 

Við fáum eitthvað létt í gogginn, skoðum nokkrar myndir frá sumrinu og kynnum dagskrá starfsársins.

Haustferð Kvists 2015 16. september 2015

Image title

Fyrst var ekið sem leið lá um Öxnadalinn og gert stutt stopp á bílastæði  gegnt Hrauni , birtan var góð og gráupplagt til myndatöku. Svo var ekið í Skagafjörðinn og stefnan tekin á söguslóðir  þar tók á móti hópnum Sigurður Hansen á Haugsnesi og leiddi Kvisti í Kakalaskála og þar var smábúð með allskyns leirtaui, borðsilfri,  dúkum,  prjónaskap og lömpum. Einhverjir fjárfestu í jólagjöfum, svo var hlýtt á fyrirlestur áður en farið var út á vígvöllinn þar Sigurður er búinn að raða upp stórgrýti  í fylkingar  og hefur persónugert grjótið.  Því næst var haldið að áningarstaðnum hjá styttu Jóns Ósmanns og þar sem nest var snætt í fínu veðri.  Þá var haldið til Sauðárkróks og Bjössi Mikk. leitaður uppi og bauð hann inn í snyrtilegt safn og kaffistofu, en þar gaf að líta ýmis rarítet m.a. skilti úr umferðinni. Að skoðun lokinni steig Bjössi um borð í rútuna og var ekið um bæinn undir hans leiðsögn og fórum með houm upp í Geitamel en þar er hann með hross og hænsn. Var Bjössi síðan kvaddur og brunað var í átt að Hraunum í Fljótum. Þar er Björk sem búsett er á Akureyri með starfsaðstöðu í fyrrum húsnæði Miklalax  og útskýrði leyndardóma dúntekju og vinnslu og síðan úrvinnsluna. Þarna gafst tækifæri á viðskiptum og fjárfestu nokkrar í jólagjöfum. Var nú orðið áliðið og spýtt í og ekið til Siglufjarðar, stundum þurfti nú bara að fara fetið vegna nýafstaðinna náttúruhamfara. Glorhungraðir Kvistir settust síðan að borðum í hinu nýja hóteli og nutu  matarins áður en haldið var heim til Akureyrar. Það voru fjórtán Kvistir og áhangendur sem tóku þátt í þessari för. (GS)

Sumarferð Kvists í júlí 18. júlí 2015

Image title

Akureyri- Þorgeirsskirkja- Ársel- Hveravellir- Laxárdalur/ Þverá- Dalakofinn- Akureyri.

Heldur þungbúið veður en þurrt í upphafi, kalt 5-7 gráður. Rigning eða úði af og til ein demba annars alveg þokkalegt og sá aðeins til sólar þegar við komum út úr Laxaárdalnum á Prestahæð, mjög fallegt að sjá þar yfir til norðurs, sama sagan þegar sást til Eyjafjarðar á heimleiðinni.

Keyrt sem leið lá austur, komið hafði í ljós að jarðarför var á dagskrá í Þorgeirskirkju og var hún rétt að byrja þegar við ætluðum að renna í hlað.  Því var haldið aðeins til baka í Kinnina og keyrt austur í Ársel, sumarhús “ hinna gogganna”.  Þar borðuðum við nesti og dvöldum um stund. Ágætis hús en alveg við frostmark þegar inn var komið. Rigning var meðan við stoppuðum þar, svo ekki var nú vænlegt að matast utandyra, sem annars hefði verið mjög skemmtilegt því umhverfið er fagurt. Þaðan var svo haldið áfram austur og áætlað að skoða grænmeti á Hveravöllum. Kom þá í ljós að þar var verslunin aðeins opin virka daga svo ekkert varð úr því. Þá var á skyndifundi ákveðið að keyra til Húsavíkur og frjáls tími þar sem flestir nýttu til að ganga um eða skoða Geimfarasafnið. Aðalhluti ferðarinnar var að Laxárdalurinn skyldi nú skoðaður með leiðsögn Jóns Benediktssonar á Auðnum fremsta bæjar í byggð vestan megin. Við ókum inn dalinn, yfir brúna austur yfir og fram undir fremsta bæ, fengum góðar og fróðlegar lýsingar, síðan lá leiðin að Þverá þar skoðuðum við kirkjuna og gamla bæinn með leiðsögn bóndans þar.  Áskell Jónasson  heitir hann, manna fróðastur um allt þar á bæ og víðar. Þá var komið að kvöldverði í Dalakofanum í Reykjadal. Dásemdar matur snæddur þar, sumir fengu lambasteik aðrir  bleikju.  Í eftirrétt var svo eplakaka með rjóma og kaffi. Að málsverði loknum var haldið heimleiðis með smá stoppi á Fosshóli. Var þetta hin ánægjulegasta sumarferð tuttugu og tveggja Kvista og þökkum við félaga Jónasi aksturinn. (Eyrún/Úlfar)


Gönguferð Kvists  13. júní 2015

Göngu Kvistir

Gengið var fram bakka Eyjafjarðarár og að Munkaþverá, upphaf göngunnar var við Hrafnagilsbrú. Við Munkaþverá var tyllti hópurinn sér niður og var drukkið kaffi eða kakó ásamt því að snætt var meðlæti sem einn Kvisturinn hafði útbúið.

Ný stjórn Kvists 30. maí 2015

Núverandi stjórn Kvists

Á stjórnarfundi Kvists 26. maí sl. voru þær Snjólaug Aðalsteinsdóttir og Lára Ólafsdóttir kjörnar í stjórnina. Næsta starfsár er því stjónin skipuð eftirfarandi persónum. Ólafur gildismeistari, Snjólaug varagildismeistari, Eyrún, Jófríður og Lára (þær eiga eftir að skipta störfum á milli sín). Skoðunarmenn reikninga eru Baldur og Heiða. Katrín heldur áfram sem fjármálastjóri.

Fráfarandi stjórn Kvists 30. maí 2015

Fráfarandi stjórn Kvists

Á aðalfundi Kvists gengu tveir stjórnarmenn Kvist úr stjórninni þ.e. þær Magna Guðmundsdóttir gildismeistari og Helga Guðrún Erlingsdóttir ritari. Voru þeim þökkuð vel unnin störf.

Aðalfundur Kvists 2015  3. maí 2015

Aðalfundur Kvists verður þriðjudaginn 26. maí 2015, klukkan 19.00 á Hlíð, í sal sem kallast Kaffi Sól. Gengið inn um aðalinnganginn og síðan inn ganginn til vinstri.

Dagskrá, venjuleg aðalfundastörf:

    1. Skýrsla stjórnar.
    2. Skýrsla gjaldkera, endurskoðaðir reikningar lagðir fram og afgreiddir.
    3. Ákveðið árgjald næsta árs.
    4. Lagabreytingar, sé þeirra getið í fundarboði.           
    5. Kosning varagildismeistara.
    6. Kosning  annarra stjórnarmanna (einn í ár).
    7. Kosning tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
    8. Önnur mál.

Kaffinefndina skipa Eyrún, Heiða, Kata og Magna.

Aprílfundur Kvists 23. apríl 2015

Fundur hjá Kvisti þriðjudaginn 28. apríl kl. 19.00 í Hvammi. Umfjöllunarefnið er vorið, hvað er skemmtilegast við það, leysingar, hlýnandi veður, flugur og fuglar?
Veitinganefndin er skipuð stórafmælisbörnum 2015.

Skátamessa í Glerárkirkju  6. apríl 2015

Á sumardaginn fyrsta þann 23. apríl nk. verður skátamessa í Glerárkirkju. Hugvekju í messunni flytur Margrét Pála Ólafsdóttir, en hún er gamall skáti héðan frá Akureyri. Gítarhópur hefur verið með reglulegar æfingar undanfarið sem og hópur gildisskáta sem hefur æft söng. Vonum við að skátar ungir sem aldnir fjölmenni skátamessuna þar sem við fögnum sumarkomunni.
Eftir skátamessu á fimmtudaginn er öllum skátum, fjölskyldum þeirra og félögum í St. Georgsgildunum á Akureyri boðið upp á veitingar í hlöðunni að Hömrum. Í boði verður súpa og brauð og grillaðar pylsur.Veitingarnar eru í boði Hamra m.a. til að kvitta fyrir alla sjálfboðavinnuna á síðasta ári í tengslum við landsmótið.

Fiðlarinn á þakinu   7. mars 2015

Eins og áður hefur komið fram ætla Kvistir í leikhús 27. mars nk. Alls hafa þrjátíu og einn skráð sig í leikhúsferðina.

Nýr vefur Kvists  1. mars 2015

Í byrjun mars 2015 opnaði þessi vefur Kvists. Er áformað að setja þarna inn tilkynningar og annað tengt starfinu. Vefurinn er tengdur vef landsgildisins og því munu upplýsingar um gildið ekki uppfærðar sérstaklega á landsgildisvefnum.